Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
29.4.2007 | 22:37
Andlaus
Sniðugt. Grasið og gróðurinn virðist vita hvenar sumardagurinn fyrst er og byrjaði bara að grænka og spretta eftir það. Magnað.
Víhú, einn vinnudagur og svo frí og svo vinna þrjá daga og svo frí. Víhú.
Keypti mér buxur á laugardaginn. Ætla mér að gera þær of stórar fljótlega. Verst að almennilegar buxur eru oftast dýrar. Þannig að það er eins gott að ég noti þær mikið áður en þær verða of stórar.
Hmm, það hefur alveg eitt og annað ómerkilegt gerst hjá mér síðustu vikuna en ég er samt voða andlaus núna. Ætlaði að detoxa og hreinsa ristilinn um helgina en nennti ekki að eyða helginni á wc svo ég sleppti því. Geri það seinna. Átti ljómandi helgi fyrir vikið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2007 | 22:40
Hmm...ekki nógu skemmtileg færsla
Búin að keyra hringinn í kringum landið. Fjúff. Við keyrðum rúmlega 1700 kílómetra á fjórum dögum. Þetta var nú bara ágætlega skemmtilegt. Ég ætla ekki að fara út í framsóknarhliðina á þessari ferð, ég nenni því ekki. Ég byrjaði daginn á því að fara í ræktina. Við Hugrún fórum í Wild dances danstíma. Það var nú bara stórskemmtilegt. Fullur tími af konum (og einum karli), hoppandi og skoppandi og skælbrosandi dansandi Ruslönu. Ég komst að því að Hugrún er kannski grennri en ég (og fimmtíu sinnum betri dansari), en ég er í betra formi...haha.
Við fórum semsagt á Akureyri á fimmtudaginn. Borðuðum á Greifanum. Mér finnst það góður staður. Fórum svo austur á föstudeginum. Fórum á Neskaupstað og heilsuðum uppá Friðrik. Skemmtilegi parturinn af því var að hann hafði ekki hugmynd um það og við bara birtumst í apótekinu rétt fyrir lokun. Það var skemmtilegur svipur á Friðrik þá. Úúúúú, við sáum hreindýr á leiðinni, geðveikt skemmtilegt. Hittum einmitt Hlín líka og borðuðum með henni í hádeginu á laugardeginum. Við gistum svo á Höfn síðustu nóttina. Á leiðinni heim gerðist að skemmtilega atvik að Stefán Bogi gleymdi veskinu sínu í einni vegasjoppunni og við fengum því að keyra Skeiðarársandinn þrisvar og það lengdi heimferðina okkar um ca klukkustund. Hann er svo mikill ilbert. Og ég get alveg skrifað svona um hann hérna af því að hann nennir yfirleitt ekki að lesa bloggið mitt. HAHA.
Svo mætti ég í vinnuna á mánudegi og þá voru bara komnir tveir nýir starfsmenn. Þetta gerðist líka í sumar þegar ég var í sumarfríi. Mín mætti aftur í vinnu og þá voru komnir tveir nýir starfsmenn. Ég þarf greinilega að fara í frí oftar.
Ég fór í ræktina á mánudaginn og sá tölu á viktinni sem ég hef aldrei séð áður. Ég vil því biðja vini mína um að aðstoða mig og rífa af mér allt sælgæti, snakk og allt annað sem ég lít út fyrir að borða of mikið af. Hendið því í ruslið og sendið mig út að hlaupa. Takk fyrir.
Ég ætla einnig að leggja fram kvörtun. Ég er búin að blogga fullt hérna á nýja bloggið mittog bara búin að fá tvö komment. Og þetta eru meira að segja skemmtilegar færslur. Núna ætla ég að vera frekja eins og svo margir aðrir og heimta smá komment. Jafnvel þó það sé bara yfirlýsing um viðkomandi ætli að rífa af mér sælgæti ef hann sér mig með það. Takk fyrir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.4.2007 | 00:25
Maddamman !!!
OOohhhhh, ég var búin að skrifa svo sniðuga færslu og hélt að ég væri búin að birta hana en núna finn ég hana ekki. Þessi verður aldrei jafn góð og þessi týnda. Muniði það bara þegar þið lesið þessa !!
Ég ætla að vera framsóknarmaddamma núna um helgina. Sambýlismaður vor er að fara hringinn í kringum landið á fjórum dögum og mæta í framsóknarpartý og opnanir um allt land. Ég ætla semsagt að fara með, aðallega til að eyða tíma með manninum. Ég ætla að láta hann um að tala um flokkinn og stefnumál hans þar sem ég nenni ekki að gera mig að fífli með fáfræði minni. Ég gæti talað um....veðrið, bíómyndina sem ég fór á um helgina sem var í þrívídd og köttinn minn. Hmmm, veit ekki að hversu miklu gagni ég verð í þessari ferð. En það verður vonandi gaman. Ég var reyndar pínulítið búin að gleyma því að ég ætti kött og að ég þyrfti að koma honum í pössun. En það reddaðist, ég á svo góða kisufrænku. Kústur er semsagt á leiðinni í heimsókn til mömmu sinnar. Verst að hún er ekkert hrifin af endurkomu sonar síns. Hvæsir bara á hann. Hann er hins vegar stríðnispúki sem eltir hana á röndum. Fyndið.
Ég var rosa dugleg á laugardagskvöldið síðasta. Byrjaði á því að fara á aðalfund KSF þar sem ný stjórn var kosin. Flott stjórn sýnist mér. Eftir það brunaði ég í keilu með nokkrum krökkum úr vinunni. Það var rosa gaman. Mér var sagt að þeim mun fleiri bjóra sem maður drykki þeim mun stig fengi maður í keilunni. Ég varð ekki vör við þessi áhrif. Kannski var það bara af því að ég drakk hvítvín en ekki bjór. Virkaði allavega mjög vel fyrir einn sem rúllaði þessu upp. En ég fór heim með kassa af magic (jamm ég vann...reyndar unnu allir en ...). Eftir það fór ég í smá stund í þrítugsafmæli til vinkonu Stefáns Boga. Náði þar nokkrum góðum sögum af austfirðingum. Gaman af því.
Í dag kviknaði svo í miðbæ Reykjavíkur. Að vísu ekki í öllum bænum heldur bara nokkrum húsum. Þegar ég var búin í vinunni ákvað ég að keyra framhjá til að skoða. Það var bara svo mikið og merkilegt að skoða að ég eyddi þarna rúmum klukkutíma í að skoða brennandi hús og slökkvistarf. Fannst í lagi að fylgjast með af áhuga þar sem þetta var ekki íbúðarhús. Fannst það aðeins skárra. Þetta var rosa eldur, ég hélt að allt væri að verða búið en þá tók pravda húsið sig til og brann svona líka glæsilega til grunna og þakið tekið af og hvaðeina. Mjög áhugavert. Ekki beint skemmtilegt en áhugavert. En kaffihúsið við lækjatorg græddi allsvakalega á þessum bruna. Allir að fá sér kaffibolla í kuldanum. En vá hvað fréttamaðurinn á stöð tvö byrjaði fréttina af mikilli fáfræði. Mesti bruni í Reykjavík frá upphafi. NOT. Veit ekki betur en það hafi verið mun stærri bruni árið nítjánhundruðogsnemma sem breytti ásýnd borgarinnar alveg töluvert. Þetta veit ég nú reyndar bara af því að þetta stóð svo oft á myndunum sem voru til sýnis á austuvelli síðasta sumar. En mér er alveg sama, ég veit þetta nú samt. Áfram ég.
Svo er það bara Ruslönu Wild dances tími í fyrramálið áður en maður fer að maddammast. Gó mí
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2007 | 18:21
Löngunin fundin !
Ég hef ekki mætt í ræktina síðan í janúar. Þá fékk ég svo miklar blöðrur á fæturnar að ég ákvað að taka mér frí í viku. Þá fékk ég kvef, var veik, fékk mér kött, nennti ekki osfrv osfrv..... Núna síðustu vikur er ég búin að vera á leiðinni en einhvernvegin þá bara langar mig ekki. Oft þá nenni ég ekki að fara en fer samt af því að mig langar til þess. Núna undanfarið hef ég hvorki nennt né langað og þar af leiðandi ekkert farið. Hef þó skellt mér í góða göngutúra og sund síðustu tvær vikurnar, svona til að hita upp.
Í gær eftir vinnu ákvað ég eins og svo oft áður að fara ekki í ræktina. Gerði eiginlega öfugt, fór í kringluna og fékk mér kaffi og eplaköku. Á kaffihúsinu fékk ég svo vitrun . Kakan var nefninlega lin og ógeðsleg og kaffið allt of sætt. Og fyrir þennan viðbjóð þurfti ég að borga rúmar 800 krónur. Á leiðinni heim langaði mig til að gera eitthvað. Nennti samt ekki í sund né í gönguferð. Datt þá í hug að kíkja í ræktina. Ekki kannski til að púla mikið en allavega láta sjá mig, rifja upp hvernig staðurinn leit út og svoleiðis. Og haldiði ekki að ég hafi fundið löngunina aftur!! Hún var ekki á kaffihúsunum eða heima hjá mér eins og ég var búin að telja mér trú um. Hún var í ræktinni allan tímann. Engin furða að ég fann hana ekki. Á meðan ég var þarna var BodyJam tími í gangi. Það er svona dansi þolfimi tími. Og vá hvað ég öfundaði þá sem voru í tímanum. Þau voru að dansa við Ruslönu eurovision lagið Wild dances. Hólí smólí hvað þetta leit út fyrir að vera skemmtilegt. Ég planaði þá að mæta í næsta svona tíma en nei nei. Næsti tími er á þriðjudaginn en þá er starfsmannafundur hjá mér í vinnunni og næsta fimmtudag er svo Sumardagurinn fyrsti. Þannig að það er langt þangað til ég fer að gera mig að fífli í dansitíma!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.4.2007 | 13:48
Hjólkoppurinn
Ég lennti í þeirri skemmtilegu reynslu fyrir rúmlega ári síðan, úff meira en ári...fyrir ca.16 mánuðum síðan að ég keyrði á kannt. Felgan beyglaðist aðeins (kostaði 500 krónur að laga) en hjólkoppurinn fauk af. Ég fór einhverjum tveimur mánuðum seinna (þegar ég var orðin leið á að finnast bíllinn minn ljótur) og keypti nýjan hjólkopp hjá toyota. 5000 Kall takk fyrir. Ekkert smá dýrt apparat. Allavega, haldiði ekki að 5000 króna koppurinn minn hafi horfið af bílnum fyrir nokkrum vikum. Mín ekki sátt og ætlaði sko ekki að eyða 5000 kalli aftur í þetta. Var alltaf á planinu að finna mér ódýran kopp þegar hvað !!??!? Mín er bara í göngutúr í vinnunni þegar ég labba framhjá þessum fína óskemmda toyota hjólkopp, lá bara í grasinu og beið eftir mér. Ég fór með hann á bílinn minn og skellti honum á, hann smellpassaði og mér sýndist þetta barasta vera alveg eins og þeir sem voru á bílnum. Ekkert smá flott.
Það var svo ekki fyrr en núna í gær að ég áttaði mig á því að þessi nýfundni hjólkoppur var ekkert eins og hinir sem voru fyrir. En munurinn er svo lítill að ég ætla að þykjast ekki sjá muninn .... ég kann sko að þykjast fyrir 5000 krónur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 22:25
Páskar óseven
Þá er þessu líka yndælis fimm daga fríi lokið og núna hefst tímabil fjögurra daga vinnuviknanna. Ég man að það tók mig nokkrar vikur í fyrra að venjast því aftur að vinna fimm daga vikunnar. Skondið, vona að það verði ekki svoleiðis í ár. Páskarnir voru sem sagt mjög indælir. Setti Kústinn minn í pössun og fór með foreldrum og systrum í sumarbústað í Brekkuskógi. Þar var sofið, spilað, horft á Lord of the rings (allar myndirnar), borðað, farið í göngutúra, legið í pottinum, litað og leikið sér. Sem sagt, very nice. Þurfti nú alveg eiginlega á því að halda. Við fórum til dæmis í göngutúr sem hefði átt að taka ca. 30-45 mínútur, en þar sem við villtumst aðeins og fórum eftir einhverju korti sem var klárlega úrellt þá tók það okkur einhvern einn og hálfan tíma að komast á leiðarenda og til baka. En það var allt í lagi, gott að byrja að æfa sig fyrir gönguna miklu í sumar.
Ég endaði svo páskafríið á því að fara á tónleikana sem henni Björk. Alveg ágætis tónleikar. Spes kona hún Björk en það var allt í lagi, vissi það svosem fyrirfram. Ég fékk ágætis áminningu um það af hverju ég vil alltaf vera komin snemma á svona mannmarga viðburði. Ég þurfti semsagt að bíða í röð í ca hálftíma þar sem ég þurfti að sækja miðann minn í miðasöluna. Um það bil tíu mínútur af þeim tíma stóð ég í ágætis rigningardembu. Á þessum tíma fékk maður að sjá hvaða "fræga fólk" er merkilegt með sig og hverjir eru það ekki. Helgi Björnsson nokkur tróð sér til dæmis fremst í röðina til að þurfa ekki að bíða með "almúganum". Tvö mínusstig fyrir hann. Sjón heilsaði uppá einhvern fyrir framan mig og ég hélt að hann myndi troðast en neibbs, hann fór aftast í röðina, tvö stig fyrir hann. Sigtryggur Baldursson, var fyrir aftan mig að spjalla og endaði einhvernvegin fyrir framan mig, tvö mínusstig fyrir hann. Held að það hafi nú ekki fleiri troðið sér fyrir framan mig, en það voru nú örugglega einhverjir fleiri "famous people" sem notuðu sér litlu frægðina sína. Svo sá ég nú nokkur þekkt andlit sem voru ekki alveg á því að bíða í röðinni en hikuðu aðeins við það að troða sér, biðu eftir að einhver træði sér fyrir það !! Mér finnst nú að það ætti bara að vera sér inngangur fyrir svona fólk sem getur ekki farið í röð. En kannski vill fræga fólkið ekki nota svoleiðis, þá sér nefninlega enginn hvað það er frægt!!!
Annars þá spilaði einhver bresk hljómsveit á eftir Björk sem heitir Hot Chip. Ég get ekki sagt að ég sé mjög hrifin af þessari tegund tónlistar, þeir spila svona danstónlist. En ég hafði mjög gaman af því að fylgjast með fólkinu á staðnum. Ég átti svo ekki heima þarna að það var ekki fyndið. Það var stelpa fyrir framan mig sem dansaði í stíl við þessa tónlist. Ég horfði meira á hana heldur en á hljómsveitina, hún dansaði svo skemmtilega. Ef ég reyni að dansa svona þá lít ég út eins og ...jah, spasstískur ormur er það fyrsta sem mér dettur í hug !!!
Ein pæling í lokin, hvað er málið með að fólk í bíómyndum drekki vínglas og keyri svo í burtu!!! Ekki skrítið að almenningsálitið sé á þann veg að það sé í lagi að fá sér einn og keyra svo af stað !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2007 | 22:41
Kústurinn minn
Ég á svo skondinn kött. Hann er alltaf að ræna tuskuöndinni sem ég hef sem skraut á öðrum hátalaranum mínum. Aumingja öndin, kannski heldur hann að hún sé alvöru og er bara að veiða. Annars er ég að reyna að rugla hann í ríminu. Keypti handa honum mús sem gefur frá sér fuglahljóð þegar maður fiktar í henni. Skondin hugmynd að kattardóti! Var líka búin að kaupa á hann ól svona ef hann skildi hlaupa út og týnast. En hann er einhvernvegin búinn að ná henni af sér og týna henni. Hún er hérna einhverstaðar í íbúðinni, en ég hef ekki hugmynd um hvar hún er. Líklegast undir sófa eða rúmmi eða þessháttar.
Ég er komin með svo mikla leið á coke zero auglýsingunum. Mér finnst þær svo heimskulegar.
Dæmi: Af hverju ekki kynlíf sem zero forleik? Döhhh....það yrði svo leiðinlegt til lengdar.
Af hverju ekki stöðumælaverðir með zero prik í r***gatinu? Eru það ekki frekar þeir sem borga ekki í stöðumælinn sem eru með prik í bossanum ?
Af hverju ekki föt með zero þvotti ? Hættu þessu væli og þrífðu fötin þín strákbjáni !
Af hverju ekki helgi með zero þynnku? Nó problemo....hættu að drekka eða vertu aðeins skynsamari!
Hey ég veit um eina góða línu : af hverju ekki auglýsing með zero væli og aumingjagangi ?? Nei ég segi svona....
Er að fara í sumarbústað um páskana og ég hlakka svo til. Langt síðan ég hef farið í sumarbústað með famelíunni. Þetta er það sem ég ætla að gera um páskana: borða, sofa, fara í gönguferðir, fara í pottinn, lesa, spila, lita og leika mér. Mér finnst þetta gott plan. Kústurinn minn fer í pössun til kisumömmu sinnar. Vona að þau nái vel saman aftur, verði ekki nein valdabarátta í gangi Annars er Hugrúnin mín komin heim, vey! I think she missed me Jæja ég er orðin andlaus.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)