10.12.2008 | 08:42
Bitur og grumpy
Nú er ég bitur og grumpy. Það er búið að moka göngustíga og gangstéttar á Egilsstöðum. Fínt.
EN ÞAÐ ER ENNÞÁ FLJÚGANDI HÁLKA OG ÉG DATT Í MORGUN.
Ég sagði við Stefán Boga að í næstu sveitastjórnakostningum myndi ég kjósa hvern þann flokk sem hefði það á stefnuskránni að moka göngustíga og gangstéttar í bænum. Ég er ekki ánægð með það lengur. Núna þarf bæði að lofa mokstri og salti/sandi á göngustígana OG ljósastaur á göngustíginn minn. Ég er kröfuharður kjósandi !
Hugrún er búin að bjóðast til að gefa mér mannbrodda (eða keðjur) í jólagjöf....þó að ég sé búin að detta tvisvar finnst mér það ekki spennandi jólagjöf ! Eða afmælisgjöf!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2008 | 09:04
Helgin
Snjórinn þóttist ætla að fara um helgina....hrúgan á svölunum mínum skrapp allavega saman...en svo kom hann aftur.
Fór á jólagleði starfsmannafélagsins á föstudaginn. Það var voða gaman. Við vorum í nýjum sal eldri borgara á staðnum. Ferlega flottur. Það var flatskjár í salnum sem ég bisaði í þónokkra stund við að fá til að sýna Rúv. Það tókst á endanum þó að það væri í svart/hvítu. Skipti ekki öllu máli, ég veit alveg hvernig SB er í lit. Þegar kom svo að því að byrja að borða og þátturinn var að byrja var skipað að slökkva á sjónvarpinu (sem var ekki einu sinni með hljóði!). Sumum fannst ekki viðeigandi að hafa kveikt á sjónvarpinu þegar við værum að borða saman. Þá myndi fólk standa og horfa í staðin fyrir að sitja saman og borða. Ég ákvað að vera ekkert að standa fyrir mínu. Fólkið sem hafði áhuga á að horfa og var búið að segjast vilja hafa kveikt á sjónvarpinu þagði þunnu hljóði, og ekki ætla ég að vera frekjan í 30 manna hóp og krefjast þess að hafa kveikt.
Ég skóflaði þá bara í mig matnum og settist svo inn í dagstofuna. Var þar ein í þessum fína lazyboy að horfa á þennan fína flatskjá. Fór fram í auglýsingahléum til að borða aðeins meira, fylla á glasið og segja stöðuna. Fylgdist svo með mínum manni brillera í spurningarkeppninni góðu. Hópur fólks birtist svo á síðustu mínótunum og sagðist hafa vitað þetta allan tímann. Flott hjá þeim.
Ég missti af byrjuninni og horfði því aftur á þáttinn á laugardaginn, þá með SB mér við hlið. Það var geðveikt skrítið og fyndið að horfa á einhvern í sjónvarpinu og sitja við hliðina á honum. Skil alveg af hverju börnin verða hissa.
Góður þáttur og góð starfsmannagleði....og mér fannst ég ekkert fátækari við að hafa misst af kellunum í klukkutíma.
Fórum svo í seyðisfjarðarbíó á sunnudaginn. Sáum James Bond. Fínasta bíó....allavega betra en ég þorði að vona...þó að fótapláss hafi verið mjög takmarkað !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.12.2008 | 11:00
Innsvar
Ég er að fara í jólamat í kvöld. Starfsmannafélagið í vinnunni er að bjóða. Fínt mál fínt mál. Nema það er eitt lítið "vandamál". Fljótsdalshérað er að keppa í útsvarinu í kvöld. Bad timing.
Hver deild var beðin um að koma með eitthvað skemmtiatriði fyrir kvöldið. Ég er búin að sitja sveitt yfir mínu og því verður sjónvarpað klukkan 20:15 í kvöld.
Geri aðrir betur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.12.2008 | 08:54
Steingeitin góða
Steingeit: Þó þú sért vanalega upp á þitt besta þegar það er nóg að gera hjá þér, þá geturðu verið afar góð/ur í að gera ekkert.
Ég er SVO góð í að gera ekki neitt....eiginlega of góð.
Komin með fjórðu kvefpestina frá því í september. Þetta er hætt að vera fyndið !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.12.2008 | 08:33
Snjór !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2008 | 19:48
og meiri snjór
og meiri snjór.
Ég var byrjuð að blogga um tónleikana sem ég, Þorgeir og Hlín fórum á um helgina. Svo nennti ég því ekki. Diddú er æði. Egill Ólafsson syngur vel í hljómsveitum en ekki eins vel þegar hann er að syngja klassík. Og hann gerði þau leiðu mistök að halda að tónleikarnir snérust um hann. Ekki alveg rétt áætlað hjá herranum. Kórinn sem var að halda tónleikana (kór fjarðarbyggðar) var ágætur og skemmtilega metnaðarfullur. Þetta var mjög skemmtileg ferð.
Ég mokaði tröppurnar áðan. Það var alveg erfitt. Fullt af snjó og ég var búin að draga þetta verkefni alla helgina þannig að eitthvað af snjónum var niðurtraðkaður. Það gerði verkefnið erfiðara. En ég gerði þetta og ég er best. Eins gott að það fari ekki að þiðna núna.
og meiri snjór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.11.2008 | 14:30
Snjór !
Ég á heima úti á landi....það er snjór snjór snjór. Allt hvítt allt hvítt....trala la la la. Nú langar mig til að eiga jeppa, dúdí rú dí dú. Helvítis myntkörfulán, fala la la la.
This is my song and I am sticking with it.
Vey magaverkurinn minn er að lang mestu lei/yti búinn (vá hvað ég er ekki viss með yfsilonið þarna!). Hef það mun betra núna. Fór í vinnuna í gær og var alveg að mygla fyrir hádegi en lagaðist svo eftir hádegi like usual. Er góð núna. Ætla í kaupfélagið á eftir og kaupa moggann (sem ég geri aldrei). En núna fylgir jólablað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.11.2008 | 13:02
Ekki gaman
Að lasinpúkast .... einu sinni enn. Er farin að trúa þessu sem er alltaf sagt um vinnu í leikskóla. Ég var aldrei veík í fyrra vetur. Mig langaði til þess nokkrum sinnum....en var aldrei nógu veik. Varð varla kvefuð ef ég man rétt. Það er svona þegar maður tekur góð vítamín. Núna er ég á fjórða degi frá því að ég byrjaði í ágúst. Tók einn dag í september. Einn í síðustu viku þar sem ég var slöpp og hóstandi. Á mánudaginn var mér virkilega illt í maganum. Beið eftir því að fá ælupest eða niðurgang eða eitthvað en nei. Mér var bara rosalega illt í maganum. Núna er mér aftur illt í maganum en er flökurt með. Gaman að þessu.....NOT.
Og núna er ég svöng, illt í maganum og það er afskaplega takmarkað til að borða af því að ég hef ekki haft tíma til að fara í bónus....damn it. Ég veit ekki hvort að þið áttið ykkur á því en ég er ekki að eiga góðan dag.
Samt gaman að því að við Stefán erum að aumingjast saman. Hann náði sér í sýkingu í jaxl og þarf að fara í rótarfyllingu. Var með hita og allt um helgina. Hann er meira að segja að taka verkjalyf og það gerir hann sko aldrei... Þaning að við höfum verið að aumingjast saman og það er svosem "voða kósí". Nema það að maður er ekkert sérstaklega skemmtilegur þegar maður er veikur. En smá kompaní.
Eitt skemmtilegt sem ég get sagt frá. Ég var að skoða fréttablaðið í gær sem Stefán hafði náð í í kaupfélaginu. Ég byrja alltaf aftast í blaðinu og þegar ég er komin fremst þá sé ég að það á eitthvað jólablað að fylgja með blaðinu í gær. Stefán Bogi kannaðist ekkert við það og blaðið var ekki heima hjá mér. Þannig að ég dröslaðist í útifötin mín og labbaði niður göngustíg dauðans (af því að þar er fljúgandi hálka og niðamyrkur) til að komast í fréttablaðskassann og fá jólablaðið góð. Stefán Bogi hló og hló að mér þegar ég kom með blaðið inn af því að hann sá á mér hvað ég var hamingjusöm með það. Enda ekki annað hægt þar sem þetta 96 blaðsíðna blað um jólin. Halló. Yndi. Ég var í einn og hálfan tíma að dunda mér í gegnum blaðið....æði gæði, meira svona
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.11.2008 | 19:08
Múgur er margmenni !
Hvernig var þetta nú aftur.... einstaklingurinn er skynsamur en múgurinn er hálfviti....nei ok þetta var kannski ekki alveg svona en you get the point.
Ég býð mótmælendur í reykjavík velkomna í fíflaskrúðgönguna með Bjarna Harðar og Guðna Ágústs. Hún er nefninlega ekki bara fyrir framsóknarmenn....allir velkomnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2008 | 14:27
Útvarp!
Það er nú ekki margt sem ég sakna úr Reykjavík, en eitt af því er að keyra í borginni. Ekki það, ég er dauðfegin að vera laus við það að keyra út um allt. Ekkert sérstaklega gaman að eyða nokkrum klukkutímum á mánuði í það að keyra, bíða, pirrast og slást um bílastæði, eða kaupa bensín. Það sem ég sakna úr þessum tíma í bílnum er útvarp og tónlist. Komst nefninlega að því að ég hlusta voða lítið á tónlist fyrir utan bílinn. Þetta er sérstaklega erfitt núna þar sem mig langar til að fara að hlusta á jólalögin og söngla með þeim...en ég geri það einhvernvegin ekki heima. Þá set ég frekar einhverja jólamynd í tækið og hlusta/horfi á það.
Já stundum kemur maður sjálfum sér á óvart !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)